Búnaðarþing: Skipun nefndar er skoði samþjöppun á eignarhaldi bújarða og greiðslumarks
09.03.2005
Eftir hádegið í dag samþykkti Búnaðarþing að beina því til stjórnar BÍ að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að meta hvort setja eigi reglur, og þá hvers konar, um hámarks hlutdeild framleiðslueininga í beingreiðslum í landbúnaði. Hópurinn fái ennfremur það hlutverk að meta hvort þörf sé á
aðgerðum sem beinast gegn samþjöppun á eignarhaldi bújarða. LK mun eiga fulltrúa í starfshópnum ásamt BÍ, Landssamtökum sauðfjárbænda og Sambandi garðyrkjubænda.