Beint í efni

Búnaðarþing í dag og á morgun

05.03.2018

Búnaðarþing verður sett í Súlnasal Hótel Sögu í dag kl. 10.30. Þingið hefst með setningu Sindra Sigurgeirssonar, formanns BÍ, og ávarpar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þingið. Að vanda verða svo landbúnaðarverðlaunin veitt, tónlistaratriði flutt og ávörp annarra gesta.

Landssamband kúabænda á fimm fulltrúa af 50 á Búnaðarþingi auk þess sem fjölmargir kúabændur sitja sem þingfulltrúar í umboði annarra aðildarfélaga BÍ. Fulltrúalista alls þingsins má sjá hér. Bændasamtökin munu setja inn bæði fundargerðir og upplýsingar um afgreiðslu mála inn á vefsíðu sína, www.bondi.is, eftir því sem málum vindur fram. Dagskrá Búnaðarþingsins, sem mun standa í tvo daga, má sjá hér/SS.