Beint í efni

Búnaðarþing: Formaður BÍ má áfram vera formaður aðildarfélags

09.03.2005

Á Búnaðarþingi í gær var tekið fyrir mál um kröfur til stjórnarformanns BÍ, en tillagan bar með sér að ef formaður stjórnar eins af aðildarfélögum BÍ væri kosinn formaður BÍ ætti sá hinn sami að hætta í formennsku aðildarfélagsins til að forðast hugsanlega hagsmunaárekstra. Miklar umræður urðu um málið og voru skoðanir mjög skiptar, en eins og kunnugt er er núverandi formaður BÍ jafnframt

formaður eins aðildarfélags BÍ.

 

Mjög margir fundarmenn voru á því að óeðlilegt væri að setja kröfu um framangreinda hluti inn í samþykktir BÍ, enda þyrftu þær þá að taka til margra slíkra þátta jafnt fyrir stjórnarformann og aðra stjórnarmenn. Samandregið má segja að fundarmenn hafi viljað að stjórnarformaður hafi áfram svigrúm frá hendi samþykkta BÍ til að ákveða sjálfur hvort rétt og eðilegt sé að sitja í formennsku fyrir bæði BÍ og eitt af aðildarfélögum þess.

 

Að loknum fjörugum umræðnum var málið tekið til atkvæðagreiðslu og var það fellt með afgerandi mun, en margir sátu þó hjá við atkvæðagreiðsluna. Málið var stutt af öllum fulltrúum Landssambands kúabænda á Búnaðarþingi.