
Búnaðarþing dagana 30.-31. mars
03.03.2023
Skráning á þingsetningu Búnaðarþings - Óskað er eftir að allir sem ætli að mæta skrái sig svo hægt sé að áætla mat - ÝTA HÉR
Búnaðarþing 2023 verður að þessu sinni haldið á Hótel Natura, dagana 30. og 31. mars næstkomandi. Þingsetning hefst kl. 11:00, þann 30. mars og er gert ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 16, þann 31. mars. Beint streymi frá setningu þingsins má finna hér.
Samþykktar ályktanir frá þinginu má finna hér
Fréttir af þinginu má nálgast hér:
Tímamótasamningur bænda við Sjóvá
Erpsstaðir hljóta landbúnaðarverðlaunin 2023
Risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða
"Orðsporið er fjöregg landbúnaðarins"
Frestur til þess að senda inn mál til stjórnar var 16. mars
Stjórnir búgreinadeilda og aðildarfélaga tilkynntu stjórn BÍ hverjir séu réttkjörnir þingfulltrúar af þeirra hálfu eigi síðar en tveimur vikum fyrir Búnaðarþing. Vakin er athygli á því að kæra vegna kosningu Búnaðarþingsfulltrúa þurfti að berast stjórn BÍ eigi síðar en viku fyrir þingsetningu.
Ósk þingfulltrúa um setu í ákveðnum nefndum þingsins þurfti að berast stjórn fyrir 16. mars
Mál og óskir um nefndarsetu skulu berast á bondi@bondi.is
Þær nefndir sem munu starfa á Búnaðarþingi verða:
Fjárhagsnefnd
Stefnumörkun - félagsmál
Stefnumörkun - loftslags- og umhverfismál
Stefnumörkun innri starfsskilyrði landbúnaðar - nýliðun, vinnuvernd, tryggingar og upprunamerkingar
Stefnumörkun ytri starfsskilyrði landbúnaðar - afkoma, tollamál, fæðuöryggi og matvælaöryggi
Fundargögn verða send þingfulltrúum í síðasta lagi 23. mars
Dagskrá Búnaðarþings: Skráning á setningu
Kl. 11.00 Þingsetning
•Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands
•Ávarp forseta Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson
•Ávarp matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir
•Afhending Landbúnaðarverðlaunanna
•Blandeldisáburður - Þorvaldur Arnarsson, Landeldi
•Sjóvá – Jóhann Þórsson, Sjóvá
Kl. 12.15 Hádegismatur Sitjandi borðhald
•Þingsetningu lýkur
Kl. 13.00 Sameiginlegur fundur allra þingfulltrúa
•Kosning þingforseta
•Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
•Reikningar
•Afkoma dótturfélaga
Kl. 15.30 Kaffihlé
Kl. 16.00 Nefndarstörf
Kl. 17.30 Hlé
Kl. 18.30 Fordrykkur
Kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður
Föstudagurinn 31. mars
Kl. 8.00 Nefndarstörf
Kl. 10.00 Fundi framhaldið
Kl. 12.00 Hádegismatur
Kl. 13.00 Afgreiðsla mála
Kl. 14.30 Kaffihlé
Kl. 16.00 Þinglok
Upplýsingar fyrir þingfulltrúa
Gisting:
Bóka þurfti herbergi sem frátekin voru fyrir Bændasamtökin fyrir 16.mars. Fulltrúar geta kannað hjá Natura hvort einhver herbergi séu enn laus á hótelinu.
Ferðalög - Ferðakostnaður:
Þingfulltrúar bóka sér sjálfir ferðir á eigin kostnað. Ferðakostnaður fæst í sumum tilfellum endurgreiddur að hluta eða öllu leiti í samræmi við ákvarðanir stjórnar Bændasamtaka Íslands. Verður skráðum og staðfestum þingfulltrúum sendar leiðbeiningar um hvernig sækja beri um endurgreiðsluna.
Kvöldverður: