Beint í efni

Búnaðarþing: Ákvörðun um framtíð Nautastöðvar BÍ liggi fyrir í haust

09.03.2005

Búnaðarþing hefur samþykkt að leitað verði samstarfs við Landssamband kúabænda um framtíðar skipulag Nautastöðvar BÍ, bæði á Hvanneyri og í Þorleifskoti. Eins og kúabændur þekkja þarf að bæta úr aðstöðu ungra nauta í Þorleifskoti og liggur fyrir skýrsla nefndar BÍ um málið. Þar eru kynntir ýmsir möguleikar varðandi framtíðarskipan mála t.d.

eru þar kynntar hugmyndir um sameiningu beggja fjósa í nýrri aðstöðu. Niðurstöður í málinu skulu kynntar á aðalfundi LK í næsta mánuði og á endanleg niðurstaða og ákvörðun í framhaldinu að liggja fyrir, fyrir 1. september nk.