Beint í efni

Búnaðarþing 22. og 23. mars

10.03.2021

Búnaðarþing verður haldið dagana 22. – 23. mars næstkomandi í Bændahöllinni, Hótel Sögu, með fyrirvara um gildandi samkomutakmarkanir. Eingöngu þingfulltrúum verður boðið til Búnaðarþings vegna COVID-19. Helsta málið á dagskrá eru breytingar á félagskerfi landbúnaðarins og að efla stöðu Bændasamtakanna sem hagsmunasamtök fyrir alla bændur á landinu.

Athygli er vakin á því að Búnaðarþing og setning þingsins er eingöngu fyrir búnaðarþingsfulltrúa, starfsmenn og boðsgesti vegna samkomutakmarkana.