
Búnaðarþing 2022 – Framsýnn landbúnaður
29.03.2022
Búnaðarþing 2022 fer fram fimmtudaginn 31. mars og föstudaginn 1. apríl næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Þingið verður sett klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð utanríkisráðherra.
Yfirskrift Búnaðarþingsins er Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.