Beint í efni

Búnaðarþing 2015 – Ályktanir og upplýsingar um störf þingsins

04.03.2015

Setning Búnaðarþings fór fram við hátíðlega athöfn  í Silfurbergi Hörpunni 1. mars síðastliðinn.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands flutti setningarræðu. Sindri lagði áherslu á að hér yrði að koma á landbúnaðarstefnu sem styður bændur til að sækja fram. Þá benti hann einnig á þá óvægnu umræðu sem uppi hefur verið af hendi forsvarsmanna verslunar í landinu þrátt fyrir að landið sé síður en svo lokað fyrir innflutningi á búvörum.

Vel á fimmtahundrað manns voru við setninguna.

Kjörorð Búnaðarþings að þessu sinni er Opinn landbúnaður og vísar til verkefnis Bændasamtaka Íslands og fjölda bænda sem bjóða fólki að koma í heimsókn á býli sín og að forustumenn í íslenskum landbúnaði eru ávallt reiðubúnir til viðræðna sem snerta landbúnað.

Aðrir sem ávörpuðu setninguna voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra. Auk þess sem boðið var upp á tónlistar- og skemmtiatriði.

Allar helstu upplýsingar um þingið er að finna á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum:

Búnaðarþing 2015