Beint í efni

Búnaðarblaðið Freyja komið út

08.08.2011

Fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju er nú komið út en í þessu fyrsta tölublaði kennir ýmissa grasa. Loðdýr, nautgripir og sauðfé eru þær skepnur sem fá hvað mest plássið í þetta skipti, auk þess sem gefin eru góð ráð við garðrækt og farið yfir mikilvægi þess að varðveita þekkingu. Sérstaka athygli má vekja á pistlum frá Daða Má Kristóferssyni og Ingvari Björnssyni segir í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sjarmanum, sem gefur blaðið út.
 
Freyja er fyrst og fremst veftímarit og á heimasíðu útgáfufélagsins (www.sjarminn.is) geta lesendur nálgast blaðið án endurgjalds. Þá er einnig hægt að fá prentað eintak gegn greiðslu fyrir prentun og dreifingu. Hægt er að lesa blaðið með því að smella hér (pdf skjal)/SS.