
Búlgería: sekta fyrir falsaðar mjólkurvörur
18.08.2017
Í Búlgeríu er tekið hart á svindli með matvörur og á því fengu þrjú fyrirtæki að kenna nýverið er þau voru sektuð fyrir það að framleiða „osta“ sem innihéldu plöntufitu. Þetta er mjög algeng aðferð við framleiðslu á ódýrum matvörum, þ.e. að byggja á eða að blanda plöntufitu út í dýrafitu til drýgingar enda um mun ódýrari fitu að ræða. Það sem þó „gleymdist“ var að geta þess á pakningunum að viðkomandi vara innihéldi plöntufitu og slíku taka búlgarísk yfirvöld ekki með léttúð.
Fyrirtækjum í Búlgaríu, sem verða uppvís að svindli, þurfa að greiða allt að 1% af veltu í sekt en það var þó ekki í tilfellum allra þriggja fyrirtækja og voru sektargreiðslurnar misháar eftir því hvort mjólkurfita hefði verið til staðar í vörunni og í hvaða magni á móti plöntufitunni. Samkvæmt skýringum yfirvalda er ástæða þess að brugðist er hart við þessu er fyrst og fremst neytendavernd, enda eiga t.d. neytendur með fæðuóþol að geta treyst því að innihaldslýsingar séu réttar. Þess utan má ekki, í Búlgaríu, nota orðið „ostur“ með nokkrum hætti á vöru sem ekki byggir 100% á mjólkurfitu/SS.