Beint í efni

Búgreinaþing Nautgripabænda BÍ 2023

29.12.2022

Búgreinaþing búgreinadeildar Nautgripabænda BÍ árið 2023 verður haldið dagana 22. og 23. febrúar, nk. í Reykjavík.

 

Búgreinaþing sitja með fullum réttindum þeir fulltrúar sem hafa verið kosnir af félagsmönnum deildarinnar, stunda nautgriparækt og eru fullgildir meðlimir í Bændasamtökum Íslands. Fullgildir meðlimir Bændasamtakanna eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld.

  

Kosning fulltrúa mun fara fram rafrænt líkt og í fyrra en auglýst verður eftir framboðum fljótlega eftir áramót eða um leið og skipting fulltrúa milli kjördeilda liggur fyrir.  

 

Hvetjum við því nautgripabændur til að huga að því hvort þeir vilji bjóða sig fram til setu á búgreinaþingi 2023. Þeir bændur sem hafa áhuga á setu á búgreinaþingi 2023 þurfa að tryggja að þeir séu skráðir í samtökin og skuldi ekki félagsgjöld núna um áramótin þar sem félagatalið miðast við 31. desember ár hvert. Þeir sem ekki eru skráðir í samtökin núna um áramót (2022/2023) og/eða skulda gjaldfallin félagsgjöld um áramót eiga ekki rétt á að sitja búgreinaþing 2023 sem fulltrúar.

  

Frekari upplýsingar um tilhögun kosninga fulltrúa inn á þingið sem og um þingið sjálft verða birtar á vef okkar í upphafi nýs árs.