Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Upplýsingar um Búgreinaþing BÍ 22.-23. febrúar

30.12.2022

Bændasamtökin minna á að nú styttist í Búgreinaþing sem haldið verður 22.-23. febrúar næstkomandi í Reykjavík. Þingsetning verður miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 11:00. Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir/reglur búgreinadeildar tiltaki annað.  Fullgildir félagsmenn í BÍ eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld nú um áramót.

Við hvetjum því alla félagsmenn sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða þau fyrir áramót til að eiga rétt á fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi.

Nánari upplýsingar um skráningu og frekari dagskrá verður kynnt í byrjun janúar.