
Búgreinaþing BÍ 2023
15.02.2023
Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík 22. og 23. febrúar 2023.
Setning þingsins fer fram í fundarsölum 2&3 á Hótel Natura, áður Loftleiðum og hefst hún klukkan 11:00. Streymt verður frá setningu þingsins og ávarpi Umhverfis, orku og loftslagsráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarson á Facebook síðu Bændasamtakanna.
Innskráning á sameiginlegt svæði fulltrúa
DAGSKRÁ
22.febrúar
Kl 11:00
Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Ávarp - Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Kynning Náttúruhamfaratrygginga Íslands
Kl 11:30
Hádegismatur
Kynning á samstarfsvettvangi BÍ og SAFL
Kl 12:30
Sameiginlegur fundur allra búgreinadeilda
Kl 17:00
Fundum búgreinadeilda lýkur
Kl 19:00
Hátíðarkvöldverður
23.febrúar
Kl 9:00
Fundum fram haldið í deildum sauðfjár- og nautgripabænda
Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir/reglur búgreinadeildar tiltaki annað. Fullgildir félagsmenn í BÍ eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld.
UPPLÝSINGAR FYRIR FULLTRÚA
Gisting:
Hótel Natúra er nú uppbókað. Þau herbergi sem tekin voru frá fyrir þingið eru nú öll upbókuð og hótelið fullt. Því þurfa fulltrúar að leita sér gistingar annarsstaðar. Má benda á ýmsar vefsíður til að kanna framboð, eins og t.d. dohop.is eða hotels.com.
Ferðalög - Ferðakostnaður
Þingfulltrúar bóka sér sjálfir ferðir á eigin kostnað. Ferðakostnaður fæst í sumum tilfellum endurgreiddur að hluta eða öllu leiti í samræmi við ákvarðanir stjórnar Bændasamtaka Íslands. Verður skráðum og staðfestum þingfulltrúum sendar leiðbeiningar um hvernig sækja beri um endurgreiðsluna.