Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Búast við stórauknum erfðaframförum

25.01.2011

Geno SA, sem sér um kynbótastarfið með nautgripakynin í Noregi, og Vikinggenetics, sem sér um kynbótastarfið með nautgripakynin frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, hafa nú gengið frá samstarfssamningi um kynbótastarfið með „rauðu kynin“. Í kjölfarið verður grunnur kynbótastarfsins með í kringum 8 þúsund naut, stærsta erfðagrunn rauðra kynja í heiminum, en kynin sem um ræðir eru NRF (norska), RDM (danska), FAY (finnska Ayrshire) og SRB (sænska).

 

Samstarfið þýðir í raun að möguleikar á framförum innan rauðu kynjanna stórbatna og sölumöguleikar til fleiri landa sömuleiðis. Rauðu kynin eru

klárlega best þekkt fyrir öfluga framleiðslutengda ræktunareiginleika á sviði heilbrigðis, endingar og hagkvæmni. Í kjölfar aukins samstarfs má vænta enn hraðari framfara í kynbótum, enda verða notuð erfðapróf (DNA greiningar) við val næstu kynslóðar kynbótadýra.

 

Frá undirskrift hins þýðingarmikla samnings fyrir norrænt ræktunarstarf. Á myndinni frá vinstri eru Claus Fertin, framkvæmdastjóri VikingGenetics, og Sverre Bjørnstad, framkvæmdastjóri Geno