Beint í efni

Búast við stórauknum erfðaframförum

25.01.2011

Geno SA, sem sér um kynbótastarfið með nautgripakynin í Noregi, og Vikinggenetics, sem sér um kynbótastarfið með nautgripakynin frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, hafa nú gengið frá samstarfssamningi um kynbótastarfið með „rauðu kynin“. Í kjölfarið verður grunnur kynbótastarfsins með í kringum 8 þúsund naut, stærsta erfðagrunn rauðra kynja í heiminum, en kynin sem um ræðir eru NRF (norska), RDM (danska), FAY (finnska Ayrshire) og SRB (sænska).

 

Samstarfið þýðir í raun að möguleikar á framförum innan rauðu kynjanna stórbatna og sölumöguleikar til fleiri landa sömuleiðis. Rauðu kynin eru

klárlega best þekkt fyrir öfluga framleiðslutengda ræktunareiginleika á sviði heilbrigðis, endingar og hagkvæmni. Í kjölfar aukins samstarfs má vænta enn hraðari framfara í kynbótum, enda verða notuð erfðapróf (DNA greiningar) við val næstu kynslóðar kynbótadýra.

 

Frá undirskrift hins þýðingarmikla samnings fyrir norrænt ræktunarstarf. Á myndinni frá vinstri eru Claus Fertin, framkvæmdastjóri VikingGenetics, og Sverre Bjørnstad, framkvæmdastjóri Geno