Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Búa til gervisilki úr mysupróteinum!

10.05.2017

Sænskir og þýskir vísindamenn hafa í sameiningu þróað afar áhugaverða aðferð við að framleiða efni sem líkist mjög silki, svo mjög að efnið er einfaldlega kallað gervisilki. Efni þetta er unnið úr mysupróteinum, en til þess að geta myndað þráð úr mysupróteinunum eru þau meðhöndluð með sérstökum hætti þannig að þau læsist saman og myndi trefjar. Trefjar þessar eru svo spunnar í þráð sem líkist mjög silkiþræði og er að sögn hinna sænsku og þýsku vísindamanna álíka sterkt og silki, sem er einmitt þekkt fyrir styrk sinn.

Í dag er silki framleitt af bændum sem rækta þar til gerða silkiorma en það er afar dýr og tímafrek aðferð og því hefur verið leitað logandi ljósi að öðru efni sem gæti komið í stað silki. Hver veit nema kýrnar muni sjá um að skaffa hráefnið í það efni í framtíðinni/SS.