Beint í efni

Brúskur – áburðarforrit fyrir bændur

07.03.2009

Eins og kom fram á spjallvef síðunnar fyrir nokkrum dögum, býður HH hugbúnaður, fyrirtæki Hjartar Hjartarsonar, fyrrverandi kúabónda og stjórnarmanns í LK bændum að hlaða niður áburðarforritinu Brúski af heimasíðu fyrirtækisins. Þar sem áburðarverð er nú í áður óþekktum hæðum er meiri ástæða en nokkru sinni, að vanda áburðaráætlanir og áburðargjöf. HH hugbúnaði ehf eru færðar bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Með því að smella hér er hægt að hlaða Brúski niður.