Beint í efni

Brunavarnir í gripahús

07.08.2006

Frá næstu áramótum verður skylda að hafa brunavarnarkerfi í öllum fjósum og fjárhúsum í Noregi sem rúma fleiri en 30 gripi. Ryk, hátt rakastig og ammóníak sem er til staðar í gripahúsum gerir fljótlega útaf við hefðbundna reykskynjara.

 Því hafa verið þróuð viðvörunarkerfi sem ráða við þessar aðstæður. Það hefur m.a. norska fyrirtækið ICAS A/S gert. Hægt er að fá kerfið þráðlaust og einnig að láta það stýra loftræstingu og hitastigi. Þá getur kerfið látið vita af óboðnum gestum. Slíkt kerfi er nokkur fjárfesting, en þess er getið að tryggingafélög gefi ríflegan iðgjaldaafslátt ef viðvörunarkerfi er á bænum. Einnig bjóða þau upp á að fjármagna slík kerfi.