Brjóstahaldari finnst í vömb á kú!
03.07.2003
Það er margt sem dýralæknar upplifa og það má með sanni segja um danskan dýralækni sem vinnur á sláturhúsi Danish Crown í Tönder í Danmörku. Við eftirlit með slátrun fann hann nefninlega brjóstahaldara í vömb einnar kýrinnar. Eins og margir kannast við, þá eru kýr mjög forvitnar skepnur og gleypa í sig ólíklegustu hluti, sem svo sitja eftir í vömbinni. Þannig hafa fundist ýmsir hlutir s.s. reipi, garðslöngur, vírar og ýmislegt annað í vömp kúa. Í mörgum tilfellum gera þessir hlutir lítið til og dvelja þarna þar til kýrin kveður. Eftir stendur bara ósvöruð sú spurning, hvar kýrin komst í þá aðstöðu að éta brjóstahaldara…