
Breytingar á verðskrám SS og B. Jensen
23.03.2022
Nýverið breytti SS verðskrá sinni. Ungnautagripir hækkuðu nánast allir, að O- undanskildum. Mest hækka UN gripir yfir 260 kg. um rúm 4% frá O og uppúr. Í hinum þyngdarflokkum er hækkunin víðast hvar á bilinu 0,73%-4,4% hækkun að áðurnefndum O- gripum undanskildum. Gera ráð fyrir að hér sé um af stillingu verðs að ræða frekar en eiginlegar verðskrárbreytingar á O flokkunum, en heilt yfir þokast verðskráin upp, mest í bestu flokkum UN yfir 260 kg.
Í flokki ungra kúa (KU) lækkar öll verðskráin undir 200 kg. um 1,4%-1,55% en hækka um c.a. 3% allir flokkar yfir 200 kg. Undantekningin er O- líkt og hjá UN gripum en aftur, þarna er líklegast um leiðréttingu á skalanum að ræða.
Kýr (K) lækka um rúm -5% undir 200 kg en standa í stað í yfir 200kg flokkuninni. Aftur er O- ekki með sömu sveifluna og vísast í sömu vangaveltur og áður.
Sömu sögu má segja um nautin (N) að þar lækka allir gripir undir 200 kg um rúm 5% meðan yfir 200 kg flokkarnir standa í stað. Auk leiðréttingar á O- líkt og áður.
Alíkálfar standa í stað fyrir utan O- sem breytist þar líka.
Hér má hæglega lesa í gegn mjög skýr skilaboð frá SS til bænda um það eftir hverju Sláturfélagið er að kalla eftir.
B. Jensen breytti sinni verðskrá um áramót en einnig örlítið strúktúrnum hjá sér. Í stað undir 250 kg. að þá hafa þeir tekið upp nýtt þrep í undir 200 kg. líkt og hin sláturhúsin. Því er allur samanburður við fyrri verðskrá hér hæpinn, undir 250 kg. Yfir 250 kg. flokkarnir hækka hins vegar duglega hjá B.Jensen, frá 6 og upp í rúm 13% fyrir O og betri UN gripi.
Sama þróunin er þannig hjá B.Jensen hvað varðar UN gripina. Þar er góð hækkun á dýrari og betri gripina en lakari á lélegri.
Þessu er ögn öðruvísi farið þegar skoðaðir eru K og KU gripir: KU hjá B.Jensen lækkar um allt að -4,5% í yfir 200 kg. flokki og allt að 7,5% undir 200, mest á bestu flokkunum, R og R+. Þetta er önnur þróun en hefur verið hjá þeim hingað.
K hjá B.Jensen lækkar einnig að mestu leiti. Undir 200 kg. lækka P flokkarnir um c.a. 15% og betri flokkarnir um c.a. 1-4% eftir flokkun, með að því er virðist smávægileg leiðréttingu í O og O-. Í yfir 200 kg. lækkar það um allt að 10% í neðri flokkunum og milli -7,8% og rúmlega -9% í betri flokkum.
Nautin haldast óbreytt.
Það er því ljóst að það er hreyfing á verðskrám og vert að ítreka það við bændur líkt og ávallt að skoða þær vandlega og leggja mat á þær m.v. þá gripi sem senda skal, enda getur það munað töluverðu hvert innleggið fer.
Verðskráin á vefnum hefur verið uppfærð.