
Breytingar á verðskrám Norðlenska og SAH Afurða
27.04.2022
Nýverið hækkaði Norðlenska og SAH afurðir á Blönduósi verðskrá sína í nautakjöti. Var hækkunin afturvirk til og með 1. apríl síðast liðnum. Í tilkynningu frá félaginu segir að ungneyti hækka um 5%, ungar kýr um 3%, kýr um 2% og naut um 2%.
Ljóst er að frekari hækkunar er þörf enda öll aðföng vegna framleiðslu kjöts að hækka, en allir sláturleyfishafar hafa stigið skref í þessar áttir undanfarnar vikur.
Verðskrár hafa verið uppfærðar á netinu og má sjá þær hér