Beint í efni

Breytingar á verðskrá SS

23.08.2021

Fyrir helgi tilkynnti Sláturfélag Suðurlands um breytingar á verðskrá sinni á ungnautakjöti og tekur breytingin gildi 30. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu segir að tilgangur verðbreytinga nú sé að SS „hvetji til framleiðslu á gæðakjöti til að innlend framleiðsla standist samanburð við aukinn innflutning“.

Einungis er um breytingu á ungnautakjöti að ræða. Allir gripir sem flokkast undir 200 kg. lækka í verði, P gripir frá 9,4% í rúmlega 17,5%.  O- undir 200 kg lækkar um 5,4% og aðrir flokkar undir 200 kg. lækka um  4,2-4,3%.  SS breytti verðskrá sinni síðast í nóvember 2020 og er þannig 12 mánaða breyting á undir 200 kg. gripum frá -24% í -2,7%, mest í lökustu flokkuninni.

í 200-260 kg. gripum eru það einungis O- og lakari flokkar sem lækka lítillega, eða um 1,2% niður í 4,4% fyrir P-. O flokkar og betri standa í stað.

Hækkun á gripum sem eru 260 kg og yfir og flokkast í O- og ofar 

Í yfir 260 kg þyngdarflokki er það einungis P og P- sem lækka, allir aðrir flokkar hækka. Frá O nemur hækkunin í kringum 2%.  Ef horft er til 12 mánaða sést að lækkunin á P- hefur verið í kringum -10% meðan að U hefur hækkað um 3,6% en annað hefur breyst minna.

Það vekur athygli að hér er um að ræða fyrstu verðbreytingu ársins 2021.  Árin á undan hefur verið algengt að sláturleyfishafar breyti verðskrám sínum 2-3 á ári.  Það væri því ekki ósennilegt að frekari verðbreytinga væri að vænta.  Því er mikilvægt fyrir bændur að fylgjast vel með verðskránum sem að eru reglulega uppfærðar og má finna nýjustu uppfærsluna undir Markaðsmál og verðlistar á forsíðu naut.is eða með því að smella hér.