Beint í efni

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

17.01.2014

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fóru fram á það í desember síðastliðnum við Verðlagsnefnd búvöru að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur.

Undangengin ár hefur greiðsla fyrir móttekna mjólk markast af því að 25% af lágmarksverði mjólkur hefur verið reiknað eftir fituinnihaldi, en 75% af lágmarksverði af próteininnihaldi. Stjórn SAM ákvað að leita eftir staðfestingu þess að ný viðmiðun efnaþátta yrði 50% fyrir fitu og 50% fyrir prótein.

Á fundi Verðlagsnefndar búvöru 8. janúar 2014 var tillaga SAM tekin til afgreiðslu og staðfest af hálfu Verðlagsnefndar. Þessi nýja viðmiðun tekur því gildi til afurðauppgjörs frá og með 1. janúar 2014.

Í eftirfarandi töflu koma fram helstu þættir í skiptingu lágmarksverðs mjólkur til framleiðenda, fyrir og eftir breytingu viðmiðunarþátta:



SAM sendi nánari upplýsingar í dreifibréfi til kúabænda sem er aðgengilegt hér.

/vefur sam.is