
Breytingar á stjórnum búgreina
22.02.2023
Nokkrar breytingar urðu á stjórnum búgreina á Búgreinaþingi í dag en geita-, hrossa-, og eggjabændur hafa kosið sér nýja formenn. Brynjar Þór Vigfússon í Gilhaga er nýr formaður geitabænda, Nanna Jónsdóttir á Miðhóli er nýr formaður deildar hrossabænda og Halldóra Kristín Hauksdóttir á Græneggjum er nýr formaður eggjabænda. Þá eru landeldisbændur ný búgrein innan Bændasamtakanna en þar er Þorvaldur Arnarsson, formaður.






