Beint í efni

Breytingar á stjórnum búgreina

22.02.2023

Nokkrar breytingar urðu á stjórnum búgreina á Búgreinaþingi í dag en geita-, hrossa-, og eggjabændur hafa kosið sér nýja formenn. Brynjar Þór Vigfússon í Gilhaga er nýr formaður geitabænda, Nanna Jónsdóttir á Miðhóli er nýr formaður deildar hrossabænda og Halldóra Kristín Hauksdóttir á Græneggjum er nýr formaður eggjabænda. Þá eru landeldisbændur ný búgrein innan Bændasamtakanna en þar er Þorvaldur Arnarsson, formaður.

Ný stjórn og varastjórn NautBÍ eru Rafn Bergsson frá Hólmahjáleigu formaður, Guðrún Eik Skúladóttir frá Tannstaðabakka, Sigurbjörg Ottesen frá Hjarðarfelli, Bessi Vésteinsson frá Hofsstaðaseli og Reynir Þór Jónsson frá Hurðarbaki. Ný varastjórn NautBÍ eru Sigrún Hanna Sigurðardóttir frá Lyngbrekku, Magnús Örn Sigurðarson frá Eystri-Pétursey og Atli Már Traustason frá Syðri-Hofdölum
Óskar Kristinsson kartöflubóndi hætti í stjórn garðyrkjubænda, hér með Axel Sæland, formanni garðyrkjubænda
Nanna Jónsdóttir, Miðhóli, nýr formaður deildar hrossabænda
Brynjar Þór Vigfússon í Gilhaga er nýr formaður deildar geitabænda hjá Bí en hér er hann við hlið Önnu Maríu Flygenring í Hlíð fráfarandi formanns
Halldóra Kristín Hauksdóttir, Græneggjum, til vinstri, er nýr formaður eggjabænda
Sighvatur Jón Þórarinsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, fráfarandi stjórnarmenn hjá skógarbændum
Landeldisbændur eru ný búgrein innan Bændasamtakanna en þar er Þorvaldur Arnarsson, lengst til vinstri, formaður.