
Breytingar á reglum Starfsmenntasjóðs BÍ
03.06.2016
Á fundi stjórnar Bændasamtakanna þann 2. júní var gerð breyting á reglum starfsmenntasjóðs samtakanna varðandi rétt til styrkja úr honum.
Breytingin felst í því að hnykkt var á því að það er í öllum tilvikum skilyrði að vera félagi í Bændasamtökunum til að eiga möguleika á styrk. Allir þeir sem sækja um styrk þurfa því að vera félagar í BÍ sem einstaklingar. Makar félagsmanna þurfa til dæmis að gerast félagar sjálfir til að fá styrk sem og eigendur félagsbúa eða annarra lögaðila í þeim tilvikum þar sem slíkir aðilar eru félagar í BÍ.
Breytingin tekur þegar gildi.
Frekari upplýsingar um Starfsmenntasjóð BÍ má sjá hér.
Breytingin felst í því að hnykkt var á því að það er í öllum tilvikum skilyrði að vera félagi í Bændasamtökunum til að eiga möguleika á styrk. Allir þeir sem sækja um styrk þurfa því að vera félagar í BÍ sem einstaklingar. Makar félagsmanna þurfa til dæmis að gerast félagar sjálfir til að fá styrk sem og eigendur félagsbúa eða annarra lögaðila í þeim tilvikum þar sem slíkir aðilar eru félagar í BÍ.
Breytingin tekur þegar gildi.
Frekari upplýsingar um Starfsmenntasjóð BÍ má sjá hér.