Breytingar á reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki
16.07.2016
Ritað hefur verið undir breytingar á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Breytingin gengur út á að aðilaskipti að greiðslumarki sem fara fram á markaði í nóvember 2016 skulu taka gildi frá og með 1. janúar 2017.
Landssamband kúabænda lýsir ánægju með breytingarnar. Þær tryggja að unnið verði eftir fyrirkomulagi núverandi samnings um aðilaskipti að greiðslumarki út gildistíma hans og gera bændum kleyft að selja það greiðslumark sem þeir hafa þegar framleitt upp í á yfirstandandi verðlagsári.
Reglugerðina má lesa með því að smella hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=e8873615-e1f9-4728-9b6b-ebed95c8aba7
/SS