
Breytingar á lögum er varða gjaldfærslu við kaup á greiðslumarki
29.12.2010
Á Alþingi voru samþykkt lög um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld þann 18. desember sl. og þar með breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. Þar var felld niður heimild til að færa niður stofnkostnað við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði. Mun breytingin gilda frá áramótum 2010/2011 þannig að greiðslumark sem keypt er eftir 1. janúar 2011 verður ekki heimilt að færa niður við kaup. Þrátt fyrir breytinguna var sett ákvæði til bráðabirgða svo þeim, sem keyptu greiðslumark fyrir þessi áramót, verði heimilt að klára niðurfærslu þegar keypts greiðslumarks svo og þess greiðslumarks sem keypt er á þessu ári.
Ákvæði til bráðabirgða hljóðar svo:
"Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað."
Ákvæði til bráðabirgða hljóðar svo:
"Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað."