Beint í efni

Breytingar á Búvörulögum freststuðust

25.06.2010

Í gær fór breytingartillaga Búvörulaga til annarrar umræðu á Alþingi. Meðferð málsins er þó því miður ekki lokið og frestast því endanleg afgreiðsla málsins væntanlega til fyrstu daga haustþingsins. Fylgjast má með stöðu málsins á vef Alþingis með því að smella hér. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd afgreiddi tillöguna út úr nefndinni með þeim breytingum frá

því sem áður hefur verið kynnt, að heimild til heimavinnslu afurða er hækkuð í 15.000 lítra.

 

Eins og LK hefur ítrekað bent á er afar brýnt að reglur um mjólkurframleiðslu á íslenskum kúabúum séu skýrar og tekur breytingartillagan af öll tvímæli um forgang greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði.

 

Ljóst er að afar mikilvægt er að eytt verði óvissu varðandi þau réttindi og skyldur, er fylgja greiðslumarki til mjólkurframleiðslu. Jafnframt er mikilvægt að koma í löggjöf ákvæðum varðandi heimavinnslu mjólkur, sem framangreind tillaga tekur einmitt á, enda hefur LK tekið undir þau sjónarmið, að heimavinnsla mjólkurafurða auki fjölbreytni á markaði, sé jákvæður valkostur fyrir neytendur og geti skapað sóknarfæri fyrir mjólkurframleiðendur.