Beint í efni

Breytingar á bondi.is

11.12.2013

Eftir stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur nær öll miðlun á leiðbeiningaefni til bænda færst af vefsíðunni bondi.is og yfir á vefinn rml.is. Efni af gömlu ráðgjafarsviðssíðu bondi.is verður þó aðgengilegt enn um sinn þar sem innihaldið verður ekki flutt að öllu leyti yfir á rml.is. Upplýsingar, sem teljast áfram til starfsemi BÍ, eins og t.d. síður um gæðastýringu í sauðfjárrækt, verða framvegis vistaðar undir flipanum "Félagssvið" á bondi.is.

Neðst, hægra megin á bondi.is, er auglýsingaborði sem leiðir notendur inn á gamla ráðgjafarefnið.

Samhliða því að ráðgjafarefnið fer út af bondi.is hefur vefurinn tekið nokkrum breytingum undanfarna mánuði. Unnið er að uppfærslu á ýmsu efni og á nýju ári munu vefnotendur verða varir við áherslubreytingar í framsetningu á því sem tengist starfsemi BÍ.

/TB