Bretar leita að hæfileikaríkum kúm
17.08.2013
Í Stóra-Bretlandi er rekin auglýsingaherferð sem kallast „Make Mine Milk“ og nú hefur verið sett í loftið keppni meðal kúabænda til þess að finna hæfileikaríkustu kú landsins. Keppnin byggir á því að bændur senda inn tilnefningar um þá kú innan hjarðarinnar sem þeir telja að sé með einhverja þá eiginleika að hún eigi skilið að vinna titilinn.
Samkvæmt lýsingu keppninnar kemur fram að tilnefna megi kýr með óvenjulega hæfileika, kýr sem séu einstaklega fallegar, þeir séu stoltir af eða hafi einhverja aðra burði til þess að bera sem geti gefið viðkomandi kú titilinn „Britain’s Best Dairy Cow“ eða í lauslegri snörun „Besta mjólkurkýr Bretlands“. Allar tilnefndar kýr verða svo kynntar á Facebook síðu „Make Mine Milk“ (www.facebook.com/makemineMilk) þar sem atkvæðagreiðsla um sigurinn fer fram af hinum 136 þúsund notendum síðunnar.
Það er engin minnimáttarkennd meðal aðstandenda keppninnar en m.a. er haft eftir Sandy Wilkie, stjórnarformanns Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins í Bretlandi, að „…breskir kúabændur framleiði ekki eingöngu bestu mjólk í heimi, heldur eiga þeir einnig einstakar kýr…“/SS.