Beint í efni

Bretar hella niður 360 milljón lítrum mjólkur árlega!

22.05.2012

Nýlega var birt skýrsla háskólans í Edinborg um kolefnisfótspor mjólkur (e. carbon footprints) þar sem koma fram sláandi upplýsingar um magn þeirrar mjólkur sem þarlendir neytendur hella niður. Alls er áætlað að um 360 milljónir lítra fari í niðurfallið eða ruslið hjá neytendunum, eða sem nemur þrefaldri íslenskri mjólkurframleiðslu! Nemur þetta magn mjólkur losun um 100.000 tonnum af koldíoxíð eða áþekku magni og 20.000 bílar skila frá sér árlega.

 

Benda vísindamenn háskólans á að með bættri neysluhegðun megi stórlega draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en sem dæmi um bætta neysluhegðun nefna þeir minni innkaup í einu og minni skammtastærðir við eldun. Þá er jafnframt bent á það í skýrslunni að vissulega megi minnka kolefnisfótsporið einnig við hinn endann, þ.e. hjá bóndanum sjálfum, s.s. með bættri nýtingu á áburði.

 

Þá benda vísindamennirnir jafnframt á þá staðreynd að ef neytendur myndu minnka át sitt á kjúklingi um helming, og borða álíka mikið af kjúklingakjöti og gert er í Japan (12 kg/mann), þá myndi kolefnisfótsporið jafngilda því að fjarlægðar væru 10 milljón bifreiðar af götum landsins/SS.