Beint í efni

Breskir landbúnaðarráðherrann: stór bú eru framtíðin!

28.06.2011

Breski landbúnaðarráðherrann, Jim Paice, hefur nú lagt línuna fyrir opinbera rannsóknasjóði. Þeir skulu fyrst og fremst leggja áherslu á að styrkja rannsóknir sem tengjast stórbúum. Paice er fullviss um að slík bú séu einu búin, sem til langtíma muni standast samkeppni frá öðrum heimshlutum og því hefur breska ríkisstjórnin nú lagt þessa línu. Paice hefur opinberlega sagt að með þessum breyttu áherslum muni breskum framtíðarbændum verða tryggð framtíð í landbúnaði.

 

Paice skýrir þessa afstöðu með því að samkeppnishæfni slíkra búa, vegna stærðarhagkvæmni, sé einfaldlega betri þegar kemur að krónum og aurum. Þessi bú muni einnig betur en önnur geta hlúð að framleiðslunni og dýravelferð þar sem þau hafi fjárhagslega getu og þekkingu til þess að breytast og takast á við nýja tækni.
 
80:20 reglan!
Að sögn ráðherrans munu minni búin í framtíðinni ekki hafa mikið að segja um sóknarfæri í breskum landbúnaði og breskri matvælaframleiðslu. „Gamla reglan“ um að 80% landbúnaðarframleiðslunnar komi frá 20% búanna muni áfram gilda. Paice leggur þó áherslu á að alltaf verði pláss fyrir minni búin, fyrir framleiðslu hliðarafurða og sérafurða/SS.