Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Breskir kúabændur óttast ódýrt bandarískt hormónakjöt

21.02.2017

Breskir bændur hafa áhyggjur af því að ef af fríverslunarsamningi á milli Bretlands og Bandaríkjanna verður að veruleika þá velti ódýrt bandarískt hormónakjöt inn á hinn breska markað. Enn sem komið er, er ekki búið að semja um heimildir til innflutnings landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Bretlands en bresku bændasamtökin óttast verulega að þarlendum landbúnaði verði einfaldlega fórnað á altari samningaviðræðna á milli landanna. Ef tollar á innfluttar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum til Bretlands verða afnumdir, yrði það án nokkurs vafa mikið högg fyrir þarlendan landbúnað enda fyrirséð að markaðir fyrir breskar landbúnaðarafurðir, innan landa Evrópusambandsins, munu lokast gangi Brexit áform Theresu May forsætisráðherra Bretlands eftir.

Það er alkunna að í Bandaríkjunum er leyfilegt að nota hormóna við framleiðslu á nautakjöti og mjólk en slíkt er óheimilt í allri Evrópu. Fyrir vikið er dagljóst að samkeppnisstaðan er afar ójöfn og af því hafa breskir kúabændur eðlilega áhyggjur. Þá hafa bresku bændasamtökin jafnframt bent á það að auk þess að munur sé á framleiðslukostnaði á milli landanna vegna hinna umræddu hormóna þá séu opinberar kröfur í Bretlandi um aðbúnað, umhverfismál og dýravelferð mun strangari en opinberar kröfur í Bandaríkjunum. Það valdi enn meiri mun á framleiðslukostnaði á milli landanna sem gerir samkeppnisstöðu breskra bænda því afar erfiða/SS.