Beint í efni

Breskir bændur fá nú fjárfestingarstyrki

22.02.2018

Landbúnaðarráðherra Bretlands, George Eustice, greindi frá því á dögunum að bændum landsins standi nú til boða fjárfestingastyrkir til þess að bæta samkeppnisstöðu landbúnaðar landsins. Alls mun ríkisstjórnin verja 60 milljónum punda eða um 8 milljörðum íslenskra króna til þessa átaksverkefnis og geta bændur fengið allt frá nokkur hundruðum þúsunda króna og upp í um eina og hálfa milljón í styrk.

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar er tilgangur verkefnisins m.a. að auðvelda bændum að fjárfesta í tæknilegum lausnum til að gera starf þeirra auðveldara og sem dæmi um það nefndi ráðherrann klaufskurðartæki, burðarhjálpartækni og aðra slíka tækni sem léttir dagleg störf bænda/SS.