Beint í efni

Breskir bændur fá lægsta afurðastöðvaverðið í Evrópu

20.07.2011

Nú liggur fyrir uppgjör fyrir afurðastöðvaverð mjólkur í apríl sl. innan landa Evrópusambandsins en það er aðalskrifstofa landbúnaðar og dreifbýlismála sem tekur þessar upplýsingar saman. Þar kemur fram að gríðarlega mikill afurðaverðsmunur er á milli landanna, en verðið er gefið upp sem meðalverð við mjólkurhúsdyr. Rétt er að vekja athygli á því að einhver hluti verðmunar á milli landa felst í mismunandi efnainnihaldi mjólkurinnar.

 

Meðalverð landanna 27 voru 33,03 Evrusent pr. kg (um 55,1 kr/kg) en verðið er afar breytilegt eins og áður segir eða frá 28,89 Evrusentum pr. kg. (um 48,2 kr/kg) í Bretlandi og upp í 52,10 Evrusent pr. kg (um 86,9 kr/kg) í Kýpur! Meðalverð hinna fimm helstu mjólkurframleiðslulanda Evrópu (Þýskaland, Frakkland, Bretland, Holland og Ítalíu) var hinsvegar 33,06 Evrusent pr. kg (um 56,1 kr/kg).

 

Nánari upplýsingar um verð til bænda má sjá hér/SS:

 

Evrusent / kg Kr / kg*
Kýpur 52,10 86,9
Malta 45,09 75,2
Grikkland 41,45 69,2
Finnland 40,86 68,2
Ítalía 38,20 63,7
Svíþjóð 37,96 63,3
Holland 36,00 60,1
Danmörk 34,78 58,0
Þýskaland 34,18 57,0
Austurríki 34,15 57,0
Tékkland 33,00 55,1
Eistland 32,90 54,9
Belgía 32,65 54,5
Búlgaría 32,49 54,2
Írland 32,15 53,6
Ungverjaland 32,15 53,6
Lúxemborg 32,04 53,5
Slóvakía 31,79 53,0
Frakkland 30,73 51,3
Portúgal 30,65 51,1
Spánn 30,58 51,0
Lettland 30,47 50,8
Litháen 30,44 50,8
Pólland 30,24 50,5
Slóvenía 30,11 50,2
Rúmenía 29,27 48,8
Stóra Bretland 28,89 48,2
Meðalverð 33,03 55,1

* M.v. gengi hjá Arionbanka 165,85