Breskar búðir skammta ungbarnamjólk
16.04.2013
Margar breskar búðir hafa neyðst til þess að skammta ungbarnamjólkurduft undanfarið, en mikil eftirspurn hefur verið á markaðinum. Skýringin felst í því að mun meiri eftirspurn hefur verið en framboð af gerðunum Aptamil og Cow & Gate í flokki ungbarnamjólkur sem er fyrir ungabörn með meltingartruflanir og magakrampa. Það er franski mjólkurrisinn Danone sem framleiðir báðar gerðirnar en vegna skorts á maíssterkju af réttum gæðum, hefur ekki verið mögulegt að framleiða nóg af þessu sérstaka mjólkurdufti.
Þær verslanir sem hafa tekið upp skömmtun eru Tesco, ASDA og Sainsburys & Morrisons en nú má hver viðskiptavinur einungis kaupa 2 dósir í einu. Mikið er keypt og selt á svarta markaðinum af þessum vörum og hafa dósir farið á allt að 100 pund eða 18 þúsund krónur/SS.