Beint í efni

Brautskráning nemenda frá Landbúnaðarháskólanum

05.06.2010

Föstudaginn 4. júní var haldin brautskráning frá Landbúnaðarháskólanum og eins og hefðbundið er gaf Landssamband kúabænda verðlaun fyrir hæstu einkunn í nautgriparækt á Búfræðiprófi. Að þessu sinni var það Rúnar Björn Guðmundsson frá Vatnsleysu í Biskupstungum sem LK heiðraði með listaverkagjöf. LK óskar Rúnari til hamingju með þennan góða árangur.