Beint í efni

Brasilíubúar drekka meiri mjólk!

08.05.2012

Eftir því sem efnahagsástandið í Suður-Ameríku verður betra breytist neysluhegðun fólksins. Það hefur heldur betur gerst í Brasilíu þar sem íbúar kaupa mjólkurvörur nú í meira mæli en áður. Síðustu sjö ár hefur neysla mjólkurafurða aukist um heil 23 prósent heilt yfir með tvöföldun á neyslu drykkjarmjólkur og jógúrts og 52% aukningu í neyslu á ostum og vörum úr kotasælu. Skýringin felst í því að með auknum fjárhag flytur fólk innkaup sín frá lítið unnum vörum í meira unnar og er horft til þróunarinnar í Brasilíu sem ávitul á þróunina í þeim löndum sem eru að stíga upp úr efnahagsvandræðum.

 

Þess má geta að þó svo að neysla mjólkurafurða hafi aukist verulega í Brasilíu þá er hún þó enn ekki nema um 166 lítrar að jafnaði á hvern íbúa sem er vel undir ráðleggingum Alþjóðlegu Heilbrigðisstofnunarinnar (FAO) þar sem miðað er við að lágmarki 200 lítrum mjólkur á íbúa á ári/SS.