Beint í efni

Bráðabirgðaleyfi um aukna efnisvinnslu skeljasands

26.04.2022

Samkvæmt upplýsingum frá Björgun og Orkustofnun hefur verið unnið að útgáfu bráðabirgðaleyfis um aukna efnisvinnslu skeljasands. Mikil vöntun hefur verið á skeljasandi og er nú verið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust í umsagnarferli um bráðabirgðaleyfið. Samkvæmt upplýsingum frá Björgun er áætlað að sala á efninu geti hafist eftir 2-3 vikur.

Með fyrirvara um útgáfu leyfis Orkustofnunar.