Beint í efni

Borgeby Fältdagar í vikunni

25.06.2012

Hin stórskemmtilega landbúnaðarsýning Borgeby Fältdagar verður haldin 27.-28. júní nk. í Svíþjóð, nánar tiltekið rétt norðan við Malmö. Sýningin er stærsta utandyra landbúnaðarsýningin á Norðurlöndunum og að þessu sinni er þema sýningarinnar orkunýting og orkuframleiðsla í landbúnaði, m.a. verður kynnt færanleg lífgasstöð, litlar vindraforkustöðvar ofl.

 

Sérstaða sýningarinnar er óneytanlega fjölbreytileikinn sem felst í því að vera með landbúnaðarsýningu utandyra. Alls er sýningarsvæðið á tugum hektara og sýnendur á tækjum og tólum um 300. Síðasta ár komu um 15 þúsund gestir og vænta sýningarhaldarar að ekki færri komi í ár, enda ekki verið fleiri sýnendur á tækjum og tólum áður. Nánar er hægt að lesa um sýninguna hér: www.borgebyfaltdagar.se en ætli einhver sér að „skreppa“ á sýninguna má benda á að einfaldast er þá að taka flug til Kaupmannahafnar og lest þaðan á sýninguna/SS.