Beint í efni

Borgarnes kjötvörur hækka einnig til bænda

11.02.2005

Þriðji sláturleyfishafinn hefur nú tekið ákvörðun um að hækka sín verð til nautgripabænda, en fyrr í vikunni ákváðu Sláturhúsið Hellu og Sláturfélag Suðurlands að hækka verð til bænda. Hækkun Borgarnes kjötvara nú er misjöfn á milli flokka en eftir hækkunina, sem tekur gildi á þriðjudaginn kemur, greiðir fyrirtækið hæstu

verð á landinu fyrir 6 flokka nautgripakjöts og deilir hæstu verðum með öðru sláturhúsi á öðrum 6 flokkum.

 

Þyngdarmörk hæstu verða ungnautaflokka breytast einnig úr 210 kg. í 230 kg.

 

Smelltu hér til að sjá verðskrá sláturleyfishafanna.