
Bókamarkaður í Bændahöllinni 31. ágúst kl. 10 og 17
27.08.2021
Bændasamtökin eru í tiltektum þessa dagana í kjallarageymslum Bændahallarinnar við Hagatorg í Reykjavík. Þau bjóða til bókamarkaðar þriðjudaginn 31. ágúst á milli klukkan 10 og 17 á jarðhæð Hótel Sögu.
Um er að ræða stóran hluta af bókasafni samtakanna ásamt tímaritum og öðru útgefnu efni. Landsbókasafnið er búið að fara yfir bókakostinn og taka til varðveislu það sem ekki var til á þeim bæ og Þjóðskjalasafnið hefur fengið mikið magn bréfa og skjala til varðveislu. Nú er komið að því að bjóða bækur og rit þeim sem hafa áhuga – gefins eða fyrir mjög lágt verð. Meðal titla er Búnaðarblaðið Freyr, Handbók bænda, Búnaðarritið, búfjárræktarbækur, garðyrkjurit, hestabækur, fagtímarit og ýmis fræðslurit, s.s. um ræktun kartaflna, heyverkun, æðarvarp og dúntekju.