Beint í efni

BLUP mat fyrir gerð og kjötgæði

10.09.2008

Fyrir nokkru er búið að vinna nýtt BLUP kynbótamat í sauðfjárræktinni árið 2008. Þá eru komnar með í útreikninga allar skýrsluhaldsniðurstöður frá árinu 2007. Fyrir nokkrum dögum birtist hér á vefnum listi yfir þá hrúta sem stóðu efstir í mati fyrir fitu ásamt umfjöllun um þá allra efstu. Nú er búið að birta töflur og umfjöllun um efstu hrútana fyrir gerð og kjötgæði. Hér er hægt að nálgast þessar upplýsingar.