Beint í efni

BLUP-kynbótamatið í sauðfé árið 2009

14.07.2009

Nú er búið að vinna BLUP-kynbótamatið í sauðfjárræktinni árið 2009. Á næstunni munu þessar niðurstöður verða fluttar inn á FJARVIS.IS og þar getur hver og einn fjáreigandi sem hefur aðgang að því kerfi skoðað niðurstöður fyrir sitt eigin bú.

Feikilega mikið er þarna af áhugaverðum niðurstöðum. Ýmsar töflur auk umfjöllunar verða brátt settar hingað á vef BÍ þar sem mögulegt verður að fá yfirlit um allar athyglisverðustu niðurstöðurnar fyrir landið allt. Vonandi tekst að koma verulegum hluta þessa þar á framfæri fyrir sumarleyfi, en því miður verður það síðasta samt að bíða fram yfir þann tíma. Þessi töfluyfirlit er hægt að skoða hér.                                                                                                     /JVJ