Beint í efni

Blaðamannsstarf í boði hjá BÍ

17.01.2008

Útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða blaðamann í fullt starf til afleysinga í eitt ár með möguleika á framhaldsráðningu. Í boði eru fjölbreytt verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi.

 

Starfssvið
- Skrif í Bændablaðið
- Umsjón og þróun vefsíðna
- Almannatengsl og ýmis kynningarstörf fyrir Bændasamtökin
- Ýmis önnur verkefni á vegum deildarinnar

Hæfniskröfur
- Reynsla af blaðamennsku eða öðrum ritstörfum
- Þekking á íslenskum landbúnaði og málefnum dreifbýlis
- Góð alhliða tölvukunnátta og þekking á Netinu
- Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að tjá sig jafnt í ræðu og riti. Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Færni og þekking á umbrotsforritinu InDesign og myndvinnsluforritinu Photoshop er kostur

Bændasamtök Íslands gegna fjölþættu hlutverki sem fagleg hagsmunasamtök allra bænda í landinu. Útgáfu- og kynningarsvið gefur m.a. út Bændablaðið, Búnaðarblaðið Frey og Handbók bænda og sér um efni á heimasíðu samtakanna, bondi.is og vef Bændablaðsins, bbl.is.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á vef Bændasamtakanna með því að smella hér. Einnig er hægt að senda skriflegar umsóknir, merktar „blaðamaður“, til Bændasamtaka Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar. Nánari upplýsingar veitir Tjörvi Bjarnason forstöðumaður útgáfu- og kynningarsviðs í síma 563-0300 og í netfangið tjorvi@bondi.is.