Beint í efni

Bjóða kúabændum fast afurðastöðvaverð

26.01.2018

Kúabændur víða um heim búa við afurðastöðvaverð sem breytist ótt og títt eftir því hvernig gengur að selja vörurnar á bæði heima- og heimsmarkaði. Þýskir kúabændur, sem leggja inn mjólk hjá afurðafélaginu Hochwald, þekkja þetta afar vel en nú hefur félagið komið með nýja stefnu og hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum fast afurðastöðvaverð á þessu ári í þrjá til níu mánuði. Þetta tilboð er þó háð samþykki hvers kúabónda sem leggur inn hjá félaginu og þeir sem ekki taka tilboðinu eru þá áfram háðir ófyrirséðum breytingum á afurðastöðvaverðinu.

Tilboð Hochwald hljóðar upp á 25% hærra en afurðastöðvaverð en það var fyrir ári síðan og 10,9% hærra en meðal-afurðastöðvaverðið hefur verið síðustu fimm ár. Hver bóndi getur svo einnig ákveðið hve stór hluti mjólkurinnar er á föstu verði og hve stór hluti er á breytilegu verði og bindur kúabóndinn mjólkurmagn sitt í ársfjórðung hverju sinni/SS.