Beint í efni

B.Jensen hækkar verðskrá sína á nautakjöti

13.06.2022

Nýverið hækkaði B.Jensen verðskrá sína í nautakjöti. Svipuð þróun er hér á hækkunum há B.Jensen og hjá hinum afurðarstöðvunum.  Un gripir hækka heilt yfir alla flokka, minnst í lökustu flokkunum undir 200 kg eða um c.a 5% frá því í desember 2021. og mest í R og U flokkunum yfir 250 kg þar sem gripirnir hækka um c.a. 10% frá því í desember sl.

Ungkýr (KU) undir 200 kg. lækka allir flokkar á milli -2% til -3% meðan að allir flokkar yfir 200 kg. hækka um í kringum 12%. Kýrkjöt stendur í stað frá því í desember sl en nautakjötið hækkar, allir flokkar frá 2,5% upp í rúmlega 6%. 

Gildir ný verðskrá B.Jensen frá 7. júní sl.

Það er vert að taka það fram að einhver breyting varð á verðskránni hjá B.Jensen frá því í desember sl. til dagsins í dag. Fyrir misskilning milli verðskrárritara og B.Jensen féll umfjöllun um hana niður.  Beðist er velvirðingar ef einhver óþægindi hlutust af þeirri yfirsjón. 

 

Verðskráin hefur verið uppfærð og má sjá hér.