Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bjartsýni hjá írskum kúabændum

22.09.2017

Mjólkurframleiðslan í Írlandi hefur gengið afar vel undanfarið og þarlenda samvinnufélagið Lakeland Dairies, sem er í eigu 2.400 kúabúa, tók af þeim sökum nýverið í notkun sína þriðju mjólkurduftvinnslustöð. Þessi nýja stöð er staðsett í bænum Bailieborough og er sú stærsta sinnar tegundar innan Evrópusambandsins. Nýja vinnslustöðin mun framleiða árlega um 160 þúsund tonn af mjólkurdufti og um 50 þúsund tonn af smjöri.

Framkvæmdin kostaði um 40 milljónir evra eða um 5 milljarða íslenskra króna en athygli vekur að framkvæmdin var að hluta til fjármögnuð með styrk frá hinum opinbera fjárfestingasjóði Enterprise Irland, sem er ætlað að ýta undir uppbyggingu í Írlandi. Lakeland Dairies fékk styrkinn þar sem nýja vinnslustöðin mun skapa 85 ný störf. Eins og áður segir er Lakeland Dairies í eigu 2.400 kúabúa og nemur árleg innvigtun félagsins 1,2 milljarði kg., þ.e. um hálfri milljón kílóa mjólkur að jafnaði á hvern innleggjanda/SS.