Beint í efni

Bjartsýni á ný hjá sænskum kúabændum

27.09.2011

Nýlegar tölur frá Svíþjóð sýna að þarlendir kúabændur eru nú á ný byrjaðir að fjárfesta eftir mikla lægð. Sést þetta best með samningagerðum um ný fjós fyrstu sex mánuði þessa árs en 10% fleiri samningar hafa verið gerðir en í fyrra. Aukningin er nokkuð misjöfn á milli landshluta en mestur gangur virðist vera í Jönköping, Kalmar og Skåne. Tölur frá öðrum landshlutum sýna reyndar einnig aukningu en þar sem um fáa samninga er að ræða er samanburður á milli ára varhugaverður/SS.