Beint í efni

Bjargráðasjóður færist til Náttúruhamfaratrygginga Íslands

01.03.2022

Bjargráðasjóður færist yfir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands frá Bændasamtökunum þann 3. mars. Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en samkvæmt samningi við Matvælaráðuneytið mun NTÍ framvegis annast umsýslu sjóðsins.

Hlutverk sjóðsins er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi.

Nýtt vefsvæði sjóðsins má finna hér