Beint í efni

Betrunarvist með kúm?

02.05.2011

Næstu þrjú árin munu sænskir sérfræðingar prófa afar nýstárlegar aðferðir við betrunarvist fanga, en þær eru að láta þá vinna í fjósi með kýr og kálfa! Þessi rannsókn er leidd af sálfræðingum í fangelsinu Rödjan utan við Mariestad í Suður-Svíþjóð, en mun ná til fanga í þremur aðskildum fangelsum á svæðinu. Markmið rannsóknarinnar er að kanna jákvæð áhrif þess að sinna skepnum á félagslega færni fanganna, færni þeirra til þess að takast á við krefjandi aðstæður og til þess að þroska sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Þessi áhugaverða rannsókn hefst í ár og mun ljúka árið 2014 /SS.